Þau djamma og ferðast um heiminn og taka myndir á leiðinni. Flestir hefðu ekki haldið að þessi einfalda hugmynd gæti skapað frægð hjá manninum á bakvið linsuna og "föruneyti" hans. Þessar 3 stelpur eru bestu dæmin um að vera meira en þekkt andlit á netinu þökk sé Mark the Cobra Snake. Cory Kennedy er besta dæmið hingað til. Mark sá hana á einhverjum tónleikum og tók mynd af henni. Þau byrjuðu nú reyndar eitthvað að deita en hættu svo saman. Á ótrúlega stuttum tíma breyttist Cory Kennedy í internetstjörnu, tískuspekúlant, módel, blaðamann o.fl. úr venjulegum high school nema frá L.A.
Hún er andlit Sebastian hárvaranna
Cory & Mark (já, hann lítur út einsog einhver Gyðinga eldriborgari í Flórída)
Front row með Geldof systrum...
Hún er einnig með bloggið http://www.itscorykennedy.com/
& hefur verið andlit Urban Decay varanna
hún hefur verið á forsíðu The New York Post
og hefur unnið með Terry Richardson.
Not too shabby!
Næsta er Tallulah Morton. Hún byrjaði sem módel í Ástralíu þegar hún var yngri en fluttist svo til Bandaríkjanna. Mark hefur tileinkað henni heilu galleríi af myndum á thecobrasnake. Það má segja að athygli á þessarri stelpu billjónaðist eftir að það birtust myndir af henni vera að djamma með Mark og cobrasnake "genginu".
Hún hefur verið í Vogue, Marie Claire og Harper's Bazaar
& gengið fyrir Dior, Gaultier og Vivienne Westwood svo eitthvað sé nefnt.
Ooog að lokum, sú nýjasta, Atlanta Noo!
Hún er dóttir bassaleikarans í Duran Duran & er módel fyrir DNA models.
No comments:
Post a Comment