Wednesday, June 8, 2011

The Cobra Snake

Flestir ættu að kannast við síðuna http://www.thecobrasnake.com/. Mark Hunter stofnaði þessa síðu sem er tileinkuð myndum af djamminu og einhverjum sérstökum viðburðum. Það sem sumir vita kannski ekki er að Mark Hunter er frægur fyrir að taka stelpur sem honum þykir áhugaverðar og gera þær að "Internet It Girls".
Þau djamma og ferðast um heiminn og taka myndir á leiðinni. Flestir hefðu ekki haldið að þessi einfalda hugmynd gæti skapað frægð hjá manninum á bakvið linsuna og "föruneyti" hans. Þessar 3 stelpur eru bestu dæmin um að vera meira en þekkt andlit á netinu þökk sé Mark the Cobra Snake.                                  Cory Kennedy er besta dæmið hingað til. Mark sá hana á einhverjum tónleikum og tók mynd af henni. Þau byrjuðu nú reyndar eitthvað að deita en hættu svo saman. Á ótrúlega stuttum tíma breyttist Cory Kennedy í internetstjörnu, tískuspekúlant, módel, blaðamann o.fl. úr venjulegum high school nema frá L.A.
Hún er andlit Sebastian hárvaranna


Cory & Mark (já, hann lítur út einsog einhver Gyðinga eldriborgari í Flórída)

Front row með Geldof systrum...

Hún er einnig með bloggið http://www.itscorykennedy.com/
& hefur verið andlit Urban Decay varanna
hún hefur verið á forsíðu The New York Post
og hefur unnið með Terry Richardson.
Not too shabby!

Næsta er Tallulah Morton. Hún byrjaði sem módel í Ástralíu þegar hún var yngri en fluttist svo til Bandaríkjanna. Mark hefur tileinkað henni heilu galleríi af myndum á thecobrasnake. Það má segja að athygli á þessarri stelpu billjónaðist eftir að það birtust myndir af henni vera að djamma með Mark og cobrasnake "genginu".




Hún hefur verið í Vogue, Marie Claire og Harper's Bazaar
& gengið fyrir Dior, Gaultier og Vivienne Westwood svo eitthvað sé nefnt.

Ooog að lokum, sú nýjasta, Atlanta Noo!
Hún er dóttir bassaleikarans í Duran Duran & er módel fyrir DNA models.





No comments:

Post a Comment