Tískumerki Nicole Richie, House Of Harlow, hefur gefið út safn af fylgihlutum og looksins voru að töskur að bætast í pakkann!
Nicole segir um safnið "Handbags have always been a part of the equation since we first launched the House of Harlow 1960 brand. We just needed to make sure all of the components were aligned before setting foot into that category. The collection is quite small in terms of the styles we are launching with. I wanted to make sure that each piece is special and then be able to grow it slowly and organically season after season"
Wednesday, June 29, 2011
Hailee Steinfeld for Miu Miu
14 Ára krúttið úr True Grit, Hailee Steinfeld, er nýja andlit haustlínunnar hjá undirmerki Prada, Miu Miu. Fatalínan er markaðssett fyrir unglingsstúlkur og 2 myndir hafa verið gefnar út.
Pretty pretty
Monday, June 27, 2011
Sunday, June 26, 2011
Uppáhalds make-up
Ég á það til að sanka að mér snyrtivörum, þó ég segi aftur og aftur að ég kunni ekki neitt að mála mig...sem er alveg rétt, allavega að mínu mati. En ég hef þó alltaf jafn gaman að því að kaupa snyrtivörur og vera alltaf að testa mig áfram. Og ég er komin með nokkuð myndarlegt safn!
Frá hægri - vinstri:
YvesSaintLaurent augnskuggar "5 Colour Harmony For Eyes" - Bestu augnskuggar sem ég hef testað
Gosh vatnsheldur roll on augnskuggi "Love That Ivory!"
Dior Couture Eyeshadow Palette "Stylish Move"
Dior 5 Colour Eyeshadow "Beige Massai"
Golden Rose Sparkle Trio Eyeshadow "Terracotta"
Body Shop Eye Colour, litur #17, #8 og #32
Golden Rose mousse eye shadow "Soft Touch #9"
Body Shop, litur #57
M.A.C "Blueblood"
Dior "Sunlight Red"
M.A.C "Patisserie"
YvesSaintLaurent Gloss Volupté #3
GOSH Velvet Touch "Exotic" - Besti orange liturinn
GOSH Velvet Touch "Darling"
Max Factor Crayon Kohl "020 Black"
Bourjois Duochrome "Violet Rosé"
GOSH Velvet Touch Eyeliner "Bananas"
e.l.f. Shimmer Eyeliner Pencil
Bourjois Blue Shimmer Pencil
Svo eru seinustu 3 einhverjir litir sem ég keypti í Debenhams saman í pakka en það stendur bara "Eye Crayon" á þeim.
Efst er uppáhaldið mitt:
Bobbi Brown Creamy Concealer "Warm Ivory"
Dior Bronze Sunset Tones "002 Sunset Fiesta"
Kanebo Instant Natural Golden Glow "Light Bronze"
Maybelline Affinitone "03 Light Sandbeige"
e.l.f. All Over Cover Stick "Apricot Beige"
Max Factor Pan Stick "Nouveau Beige"
M.A.C Mineralize Satinfinish SPF 15 Foundation "NC20"
Clinique Stay-Matte Sheer Press Powder "02 Stay Neautral"
...og svo náttúrulega maskarinn, að mínu mati bestur (og ódýr!) Maybelline Lash Stilletto Volume
Saturday, June 25, 2011
Street style útum allan heim
New York
Rag & Bone skyrta
Isabel Marant peysa
Sandro leðurshorts
Fiorentini+Baker stígvél
New York
+J Uniqlo kápa
Acne skyrta
BCBG buxur
Celine taska
Chanel skór
Ray Ban sólgleraugu
Rio de Janeiro
Farm toppur & stuttbuxur
Havaianas sandalar
Rúmenía
Sérsaumuð peysa
Zara leggings
Vintage skór
Handgert hálsmen
Rúmenía
Topshop peysa
Vintage samfestingur & taska
H&M trefill
Singapúr
Topshop bolur og buxur
Jeffrey Campbell skór
Singapúr
Lucyd Acyd toppur, jakki og buxur
Proenza Schouler taska
Alexander Wang skór
Casablanca
H&M jakki
Zara belti
Stradivarius skór
Casablanca
Ikks bolur
Zara shorts
Vintage stígvél
Friday, June 24, 2011
Shop Couture
Shop Couture er búð í Síðumúla 34 sem er sniðin fyrir þá sem vilja fá meira fyrir minna. Í fyrsta lagi þá er búðin að selja skartgripi, föt, make-up og skó á fáránlega góðu verði. Við erum að tala um það að ég er búin að leita mér að krossahring (sjá mynd fyrir neðan) í heilt ár, svo kemst ég að því að þessi yndislega búð er að selja nokkrar gerðir af þeim á aðeins 990 krónur! Þannig að náttúrulega „splæsti“ ég í 2 stk...WINNING! Eftir pínulitla stund þá sé ég ótrúlega töff eyrnalokka, ég býst náttúrulega við því að þeir muni kosta sitt...en nei, viti menn, 790 krónur! Fyrirkreppuverð much?
Í öðru lagi, make-uppið. Það er allt ofnæmisprófað og er ef til vill enn ódýrara en skartgripirnir. Í staðinn fyrir að borga háa upphæð fyrir farða með 40-50% álagningu á verði, bara afþví að askjan utanum púðrið er gerð úr hinum og þessum efnum sem kosta heilann helling, þá er förðunarmerkið sem ber nafnið e.l.f, að fókusera bara á vöruna sjálfa. Þú ert að borga fyrir púðrið þitt, ekki öskjuna. Og það sést sko á verðinu, 400 krónur fyrir hyljara. Mjög góðan hyljara í þokkabót!
Í þriðja lagi þá lítur búðin ótrúlega vel út. Það er allt sett mjög fallega upp og heildarímyndin er kósý og mjög snyrtileg. Fötin eru öll pöntuð frá Bretlandi og það er hægt að finna eitthvað fyrir alla í þessarri búð, þannig að ég mæli eindregið með henni. Það er mjög mikið fókuserað á kjóla í þessarri búð og maður getur fundið sér kjól fyrir hvaða tilefni sem er.
Ég tók stutt spjall við stelpuna sem á búðina og hún sagði að henni hafi fundist vanta búð á Íslandi sem selur flott föt á viðráðanlegu verði, og það er nákvæmlega það sem hún skapaði með Shop Couture; kósý umhverfi til að versla, góð og persónuleg þjónusta, gott verð og frábærar vörur. What‘s not to love?
Nokkur af mínum uppáhöldum:
Endilega kíkið á Facebook síðuna þar sem heimasíðan liggur niðri núna því það er verið að laga hana og bæta :)
x
Subscribe to:
Posts (Atom)