Saturday, July 30, 2011

I love Tuula

Hún heitir Jessica Stein og er 22 ára bloggari frá Sydney - og ég elska hana!





















Wednesday, July 27, 2011

Terrorismi

Ég er búin að vera að hugsa mikið um terrorisma - í ljósi atburðanna sem gerðust í Noregi þá er erfitt að velta þessu ekki fyrir sér. Það er varla hægt að ímynda sér svona skýra ímynd af hreinni illsku, en ef maður reynir að ímynda sér það, þá sér maður líklegast þennann Anders Breivik.
Hryðjuverk eru framin til þess að koma skilaboðum á framfæri á ofbeldislegan hátt, oftar en ekki eru þessi skilaboð hatur á einhverju, hvort sem það er ríkisstjórn, kynþættir, trúarbrögð, hugmyndafræði, landamæri eða stjórnmálalegar skoðanir. Hryðjuverk eru einnig framin til að koma hatri og hræðslu fyrir hjá almenningi, enda er enska orðið fyrir hryðjuverk "terrorism" og rót þess orðs er "terror".
En það sem ég hef verið að velta fyrir mér, og hef komist að þeirri niðurstöðu í vangaveltum mínum, er að terrorismi mun aldrei vinna. Hryðjuverk skapa ótta um stundarsakir og hatur mun brjótast út meðal almennings. Hatur í garð hryðjuverkamannsins. Ég efast stórlega um að þeir sem misstu ástvini í ódæðisverkunum í Noregi deili þeim hatri sem Breivik hafði í sér gagnvart fólki af öðrum kynþætti og annarri trú. Ef almenningur hatar eitthvað/einhvern, þá er það hryðjuverkamanninn sjálfann.
Við getum séð skýr dæmi sem styður það að terrorismi mun aldrei vinna. Þegar fólkið í Útey hélt að það mundi deyja þá hringdi það eða SMSaði ástvini sína til að koma einu á framfæri: ég elska þig. Fólkið lá í blóði og hafði verið í kringum svo mikinn hatur og ofbeldi en það sem stóð eftir af öllu í endanum var ást. Ást er besta vopnið gegn terrorisma, því með ást þá deyfum við ofsahræðslu og sorg, sem er einmitt það sem terrorismi felur í sér.
Eftir að sprengjan sprakk og fólkið var tekið af lífi í Útey þá eyddu Oslóarbúar ekki tíma sínum hræddir heima hjá sér, þeir fóru út og sameinuðust og vottuðu þeim látnu virðingu sína. Ég er nokkuð viss um að það var ekki eitthvað sem Breivik áætlaði. Hryðjuverkamenn fremja ekki ódæðisverkin sín með það í huga að það sameinar fólk og skapar kærleik á milli ókunnuga.
En það er nefnilega málið, menn eru góðir, menn eru hugrakkir, menn láta ekki stjórnast af terrorisma. Og þessvegna mun terrorismi aldrei vinna - því ást trompar hatur og mun alltaf gera.

Thursday, July 21, 2011

Natalia Vodianova Fairy Tale Ball

Natalia Vodianova er ein af uppáhalds módelunum mínum - bushy eyebrows og megakrútt!
Hún heldur fjáröflunarball á hverju ári fyrir góðgerðarmálið sitt, sem byggir leikvelli víðsvegar um heiminn þarsem börn eiga erfiðara með að leika sér.
Og einsog nafnið gefur til kynna, þá var ballið ævintýralegt!









...Einsog Liz Lemon segir: "I want to go to there"

Wednesday, July 20, 2011

Beyoncé for Complex Magazine

Hún er með þeim fallegustu og flottustu!
Hérna er öll myndatakan sem kemur í Complex tímaritinu innan bráðar.
Ég er að elska litadýrðina í bakgrunninum








Ég mæli líka með því að allir horfi á þetta myndband:

Sunday, July 17, 2011

No Interwebzz

Þarsem ég og Arís erum nýlega fluttar inní nýju íbúðina, þá hefði maður haldið að það væri auðvelt að fá netið...en nei.
Ég er netlaus þangað til Síminn ákveður að láta einhvern koma í heimsókn og bjarga okkur frá netleysi og veruleikafirringunni sem fylgir því.
Ég er ekki búin að blogga í nokkra daga, og hef bara náð að gera það stöku sinnum vegna þessa óréttlætis sem ég mun erfa við þjónustu Símans þartil ég verð orðin gömul og grá.
Þannig að ég mun snúa aftur, einsog The Empire í Star Wars.
x

Wednesday, July 13, 2011

Harry Potter

Ég elska Harry Potter. Ég er mesti HP nördi ever - þannig að mér datt í hug að koma bara með risastóran post af öllum outfittunum sem Harry Potter stjörnurnar eru búnar að vera í á frumsýningunum.
Kvöldið í kvöld verður fullt af blendnum tilfinningum - seinasta myndin - lokakaflinn...öryggisverðir eiga eftir að þurfa að rífa mig úr bíósætinu grenjandi því ég mun ekki vilja fara.
Sjáumst kannski í kvöld - samt vonandi ekki - ykkar vegna.
Balmain



Æjjjjiiii :(



Vivienne Westwood
Bottega Venetta
Drottningin sjálf mætti



...Já þetta er Neville Longbottom - hello handsome !!