Friday, June 24, 2011

Shop Couture

Shop Couture er búð í Síðumúla 34 sem er sniðin fyrir þá sem vilja fá meira fyrir minna. Í fyrsta lagi þá er búðin að selja skartgripi, föt, make-up og skó á fáránlega góðu verði. Við erum að tala um það að ég er búin að leita mér að krossahring (sjá mynd fyrir neðan) í heilt ár, svo kemst ég að því að þessi yndislega búð er að selja nokkrar gerðir af þeim á aðeins 990 krónur! Þannig að náttúrulega „splæsti“ ég í 2 stk...WINNING! Eftir pínulitla stund þá sé ég ótrúlega töff eyrnalokka, ég býst náttúrulega við því að þeir muni kosta sitt...en nei, viti menn, 790 krónur! Fyrirkreppuverð much?
Í öðru lagi, make-uppið. Það er allt ofnæmisprófað og er ef til vill enn ódýrara en skartgripirnir. Í staðinn fyrir að borga háa upphæð fyrir farða með 40-50% álagningu á verði, bara afþví að askjan utanum púðrið er gerð úr hinum og þessum efnum sem kosta heilann helling, þá er förðunarmerkið sem ber nafnið  e.l.f, að fókusera bara á vöruna sjálfa. Þú ert að borga fyrir púðrið þitt, ekki öskjuna. Og það sést sko á verðinu, 400 krónur fyrir hyljara. Mjög góðan hyljara í þokkabót!
Í þriðja lagi þá lítur búðin ótrúlega vel út. Það er allt sett mjög fallega upp og heildarímyndin er kósý og mjög snyrtileg. Fötin eru öll pöntuð frá Bretlandi og það er hægt að finna eitthvað fyrir alla í þessarri búð, þannig að ég mæli eindregið með henni. Það er mjög mikið fókuserað á kjóla í þessarri búð og maður getur fundið sér kjól fyrir hvaða tilefni sem er.
Ég tók stutt spjall við stelpuna sem á búðina og hún sagði að henni hafi fundist vanta búð á Íslandi sem selur flott föt á viðráðanlegu verði, og það er nákvæmlega það sem hún skapaði með Shop Couture; kósý umhverfi til að versla, góð og persónuleg þjónusta, gott verð og frábærar vörur. What‘s not to love?
Nokkur af mínum uppáhöldum:















Endilega kíkið á Facebook síðuna þar sem heimasíðan liggur niðri núna því það er verið að laga hana og bæta :)
x

No comments:

Post a Comment