Þessi maður - ásamt Rodarte systrum - er í algjöru uppáhaldi hjá mér.
Kjólarnir hans eru svo fallegir og hann fer niður í mestu smáatriðin í sniðum og skreytingum - ég kýs að kalla kjólana hans "Disney Prinsessukjóla" því þeir eru svo fagurfræðilega ævintýralegir að maður getur ekki annað en séð fyrir sér nútíma Öskubusku fara á ball í Elie Saab kjól.
Þessir eru þeir sem mér fannst standa uppúr úr vor hátískusafninu hans.
Trés Chic!
No comments:
Post a Comment