Þegar You & I myndbandið með Lady Gaga kom út þá voru 3 aðal karakterar í því:
hafmeyjan, brúðurin og Nymph.
Eftir það myndband gaf Gaga út, í samstarfi við tískurisana Inez & Vindoodh, 3 myndbönd og hvert myndband sýnir einn karakter úr upprunarlega myndbandinu.
Útkoman var frekar áhugaverð og falleg þegar horft er á textílhönnun og hvernig efnin hreyfast.
Ég elska að sortera og spá í vinsælum litum og munstrum eftir hverja tískuviku - og það er merkilegt hversu margir hönnuðir notuðu þennann kóngabláa lit - heppilega þá keypti ég mér einmitt svona kóngabláa gollu í Zöru um daginn!
Ég lét mig hverfa í nokkra mánuði - ég á það til! Aðallega afþví að ég meikaði ekki tilhugsunina á því hversu ótrúlega mörg tískublogg væru komin...en svo áttaði ég mig á því að ég er að gera þetta afþví að mér finnst það gaman, þannig að fokkit.
Allavega - black&white var áberandi á Spring 2012 sýningunum